Lyngholt er staðsett í Hraunbyggð (Bjarkarlundi 26), í landi Núpa við Aðaldalsflugvöll, um 64 km akstur frá Akureyri.
Ef komið er að sunnan (frá Akureyri) er beygt til hægri við afleggjarann að Núpum og síðan til vinstri (í norður) inn á veginn sem liggur í gegnum Bjarkarlund. Ef komið er að norðan (frá Húsavík) er beygt í átt að Flugstöð en farið inn á Bjarkarlundarveg skömmu áður en komið er að flugstöðinni.
Í Bjarkarlundi er að finna sparkvöll og mini-golfvöll (opinn á sumrin);
og í nágrenni, auk alls kyns gönguleiða og útvistarmöguleika, má m.a. telja:
• Húsavík 12 km … verslanir, vínbúð, veitingastaðir, söfn, sundlaug og margvísleg önnur þjónusta.
• Hveravellir og Heiðarbær 15 km (eftir Kísilvegi) … grænmeti / sundlaug + veitingar
• Grenjaðarstaður 18 km
• Laxárvirkjun 20 km
• Laugar 28 km (sundlaug, verslun+veitingastaður)
• Goðafoss 35 km … (um Reykjadal og Fljótsheiði)
• Mývatn (Reykjahlíð) 48 km … eftir Kísilvegi.
• Mývatnshringur: 117 km ... (Kísilvegur aðra leið, ekið suður fyrir Mývatn og Reykjadalur hina leiðina)
• Ásbyrgi 73 km