Stefna & tilgangur
Með eftirfarandi ályktun er verið að ítreka og afmarka stefnu STÚA - starfsmannafélags, og skerpa ákveðnar vinnureglur sem stuðst hefur verið við í starfi félagsins:
- Tilgangur félagsins er skv. 2. grein laga að stuðla að ýmsu félagsstarfi, t.d. skemmtanahaldi, menningar- og fræðslustarfi.
- Stefna og markmið félagsins er að leitast við að auka kynni starfsmanna og efla samstarf þeirra og samkennd; á allan hugsanlegan hátt, en vera ekki eingöngu „niðurgreiðslustofnun“.
- STÚA er sameiginlegt félag starfsmanna ÚA en ekki einstakra hópa, deilda eða einstaklinga.
- Stjórn leitist við að þeir viðburðir sem STÚA stendur fyrir séu sem fjölbreyttastir og komi sem flestum félagsmönnum til góða og þeir finni eitthvað við sitt hæfi, taki á móti hugmyndum og óskum félagsmanna og afgreiði á skýran og málefnalegan hátt.
- Skriflegum beiðnum og athugasemdum skal svara skriflega innan 2 vikna. Félagsmenn taki einnig virkan þátt í skipulagningu og undirbúningi viðburða.
- Stefna félagsins er að félagsmenn njóti sjálfir niðurgreiðslna, enda eru þær að stærstum hluta sóttar í sameiginlegan sjóð félagsmanna. Stjórn gæti þess að þær séu innan skynsamlegra marka og komi niður að sanngirni.
- STÚA verður sjálft að standa fyrir viðburðum ( s.s. utanlandsferðum og öðru ) eigi niðurgreiðslur að koma til. Einstakir félagsmenn eða hópar þeirra eiga ekki rétt á greiðslum úr sjóðum félagsins.
- Stjórn félagsins er heimilt að leigja þeim starfsmönnum ÚA / SAMHERJA sem ekki eru í STÚA sumarbústaðinn Lyngholt enda hafi félagsmenn ekki óskað eftir húsinu skv. úthlutunarreglum / auglýsingum. Stjórn á hverjum tíma skal ákveða leigugjald.
„Ályktun aðalfundar STÚA 2023”; samþykkt 3. mars 2023.