Aukafélagar
Reglugerð við 3. grein laga STÚA um „Aukaaðild fyrrverandi starfsmanna ÚA”
1. gr. Hætti starfsmaður störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. (ÚA) vegna aldurs eða veikinda heldur hann fullum réttindum sem félagsmaður STÚA í 6 mánuði eftir starfslok.
2. gr. Fyrrum starfsmaður ÚA, sem hætt hefur störfum vegna aldurs/veikinda, getur sótt um til stjórnar að verða aukafélagi í STÚA.
3. gr. Aukafélagar öðlast strax við inngöngu fullan rétt á að taka þátt í þeim viðburðum sem STÚA stendur fyrir, til jafns við aðra félagsmenn. Undantekning er þó utanlandsferðir, helgarferðir og árshátíð. Í þeim tilvikum mun stjórn félagsins ákveða rétt aukafélaga til þátttöku og fyrirkomulag niðurgreiðsla til þeirra.
4. gr. Félagsgjald fyrir aukaaðild skal vera ½ árgjald og greiðast einu sinni á ári.
5. gr. Óski aðrir fyrrum starfsmenn ÚA eftir aukaaðild að félaginu skal stjórn meta það í hverju tilviki fyrir sig. Komi til inngöngu, gilda ofantaldar reglur einnig um þannig til komna aðild.
6. gr. Til að reglugerð þessi eða breytingar á henni öðlist gildi þarf undirritun 2/3 hluta stjórnarmanna.