Bústaður

bustadur fra

Lyngholt  

Allt frá stofnun STÚA hafði verið rætt um að félagið eignaðist sumarhús og hafði málið verið tekið upp á aðalfundum og sérstökum félagsfundum. 

Þann 5. maí 1989 var öllu starfsfólki Útgerðarfélags Akureyringa hf. boðið í kaffi í tilefni þess að Gísli Konráðsson, var að láta af störfum sem framkvæmdastjóri. Þar tilkynnti stjórnarformaður ÚA að fyrirtækið ætlaði að gefa Starfsmannafélaginu sumarbústað og skyldi STÚA velja honum stað. Eftir nokkra leit, undir forystu Vilhelms Þorsteinssonar, var honum valinn staður í landi Núpa í Aðaldalshrauni, þar sem hann var reistur og gefið nafnið Lyngholt.

Haustið 1993 var sett upp vatnslögn í húsið, svo hægt væri að nota húsið sem heilsárshús. Garðar Helgason var umsjónarmaður framkvæmda, sem og oft áður. Síðan hefur verönd verið stækkuð og komið fyrir heitum potti og fyrir nokkrum árum fór hópur félagsmanna austur og gróðursetti 350 trjáplöntur sem farnar eru að setja svip sinn á umhverfið.

Alla tíð hafa félagsmenn lagt mikla vinnu í viðhald og annað sem viðkemur rekstri hússins. Leggur félagið metnað sinn í að halda húsi og umhverfi sem allra bestu og viðhalda búnaði eftir bestu getu.
Fyrir nokkru lagði félagið í miklar framkvæmdir og fjárfestingar, m.a. hefur verið skipt um eldhúsinnréttingu og jafnfram sett ný tæki s.s. ofn og nýtt helluborð, auk þess hefur verið keyptur nýr og stærri ísskápur og örbylgjuofn.

Í tilefni 25 ára afmælis STÚA gaf BRIM ( þáverandi eigandi fyrirtækisins ) félaginu nýjan heitan pott og komst hann í gagnið á vormánuðum 2008. Potturinn er því miður ekki notkun eins og er.

upplýsingar um leigu, umsókn o.þ.h. eru hér til vinstri á síðunni.

Myndir af og úr bústaðnum og nánasta umhverfi.