Dagsferð í Skagafjörð og Siglufjörð

Sunnudaginn 4. september nk. verður boðið til dagsferðar. Drög að dagskrá: Hofsós: Farið verður frá bílastæði ÚA kl. 9:30 og haldið í Skagafjörð og komið við á Hólum. Þaðan liggur leiðin til Hofsóss og þar eiga þátttakendur að geta valið milli þess hvort þeir fara í sund eða á Vesturfarasafnið.

Kaffi: Að þessu loknu fer hópurinn saman í kaffi.

Sigló: Ferðin heldur síðan áfram og stefnt á Siglufjörð. Þar gefst fólki kostur á að skoða Síldarminjasafnið ef áhugi er. Að öðrum kosti er frjáls tími þar til borðað verður.

Matur: í ferðarlok verður öllum hópnum boðið í hlaðborð á Hannes Boy / Rauðku.
- Matseðill:
- Hægeldaður silungur í hvítvíni með blaðlauk og papriku
- Blóðbergs- marínerað lambalæri með rauðvínssósu
- Kalkúnabringur með reyktri svínasíðu
- Nýjar kartöflur með smjöri og steinselju
- Epla- og rauðrófusalat
- Steikt vorgrænmeti
- Nýbakað brauð

Athugið að dagskrá er birt með fyrirvara!

Verð fyrir STÚA - félaga kr. 1.990
verð fyrir gesti kr. 6.990
( gera má ráð fyrir að fullt verð sé am.k kr. 11.500 )

Innifalið: Rúta, aðgangseyrir á söfn o.þ.h. kaffi og matur.

vinsamlega skrifið ykkur á átttökulista í síðasta lagi mánudaginn 29. ágúst n.k. kl. 15:00.

Stjórn STÚA