ÍÞRÓTTIR - haustið 2007

 Fastir tímar: STÚA og BRIM hafa ákveðið að bjóða starfsmönnum áfram upp á þrjá ( 3 ) fasta íþróttatíma í vetur:  
Ákveðið hefur verið að tímarnir verði áfram í Vaxtarræktinni ( Íþróttahöllinni ) og jafnframt að bæta þriðja tímanum við, sem verður á mánudögum kl. 19:10. Hinir tveir tímarnir verða þeir sömu og áður, á miðvikudögum kl. 19:10 og á laugardögum kl. 9:30.
 
Miðviku- og laugardagstímarnir verða að öllum líkindum með svipuðum hætti og í fyrra en markmiðið er að brjóta upp mynstrið, breyta örlítið til og hafa mánudagstímann með öðru sniði. Það á síðan eftir að þróast í samvinnu við þátttakendur sjálfa.
 
Gert er ráð fyrir að þeir sem skrái sig í tímana greiði sjálfir hluta kostnaðar eða kr. 600 á mánuði m.v. að lágmarksþátttaka sé 20 manns, þetta gæti breyst ef þátttaka verður minni. BRIM ætlar að greiða sem s.s. einum tíma í viku og STÚA það sem eftir stendur.Þeir sem skrá sig ráða sjálfir hvort þeir mæta í alla tíma vikunnar eða bara suma.
 
Gert er ráð fyrir að fyrsti tíminn verði miðvikudaginn 12. september og að síðasti tíminn fyrir jól verði 15. desember. Allir félagsmenn eru velkomnir að koma og vera með.
 
Vinsamlega skráið ykkur á þar til gerða þátttökulista sem allra fyrst ( í síðasta lagi mánudaginn 10. september nk. ) til að hægt sé að sjá fjölda þeirra sem áhuga hafa á að vera með.
 
stjórn STÚA