Heiðurstónleikar Freddie Merury

Félagsmönnum STÚA og gestum þeirra bjóðast nú miðar á "Heiðurstónleika Freddie Mercury" sem verða í Hofi 8. september nk. Flutt verða öll bestu lög Freddie Mercury en ferill hans hefur að geyma ógrynni af frábærum smellum sem náð hafa miklum vinsældum út um allann heim. Sem fyrr eru það söngvararnir Eyþór Ingi, Eiríkur Hauksson, Friðrik Ómar, Matti Matt, Magni og Hulda Björk sem leiða hóp glæsilegra tónlistarmanna.

Hljómsveitina skipa: Halli Gulli; trommur, Hannes Friðbjarnarson, slagverk; Ingi Björn Ingason, bassi; Kristján Grétarsson, gítar; Einar Þór Jóhannesson, gítar; Stefán Örn Gunnlaugsson, hljómborð og Þórir Úlfarsson, hljómborð.

Raddsveit: Alma Rut, Ína Valgerður, Íris Hólm, Davíð Smári, Ingunn Hlín.

Félagsmönnum STÚA og gestum þeirra býðst takmarkaður fjöldi miða á tónleikana.

verð:   STÚA – félagar fá miða á 4.900 kr. / fyrir aðra gesti 6.900 kr.

Til að byrja með er hverjum félagsmanni einungis heimilt að skrá 2 miða.

Athugið:  Skráning er BINDANDI þar sem miðarnir verða keyptir og  greiddir um leið
og skráningarfresti lýkur.

Skráið ykkur á þáttökulista í síðasta lagi miðvikudaginn  16. maí. nk. eða á meðan nægir miðar eru til !

stjórn STÚA

____________________________________________________________