Sigling um Eyjafjörð
18.08.2012
Í gærkvöldi, laugardaginn 18. ágúst, hélt góður hópur STÚA-félaga og gesta þeirra í kvöldsiglingu með eikarbátnum Húna II. Lagt var af stað frá Torfunesbryggju upp úr kl. 18:30. Fyrst var siglt inn að Höpfnersbryggju og bæjarmyndin skoðuð af sjó undir leiðsögn Steina Pé. Að því loknu var siglt út með vesturströnd fjarðarins og þátttakendur gæddu sér á góðum og velútilátnum veitingum í veitingasal Húna.
Eftir að hafa notið veitinga var haldið á dekk aftur og útiverunnar og útsýnis notið. Fljótlega birtust nokkrir hnúfubakar sem blésu og slógu til sporðum. Eftir að snúið var til baka var siglt með austurströndinni og komið í höfn upp úr kl. 21 eftir ánægjulega og velheppnaða sjóferð.
Myndasyrpa úr ferðinni er að finna á myndasíðu og á Facebook.