Dark Side of the Moon - DÚNDURFRÉTTIR

Árið 1973 kom út eitt helsta meistaraverk rokksögunnar Dark Side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd og er því 40 ára í ár...Dark Side of the Moon er ein mest selda plata heims og hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka. Hún hefur verið meðal annars meira en 1500 vikur á Billboard topp 200 listanum.Í tilefni af þessi merkisafmæli ætla strákarnir í Dúndurfréttum að flytja meistarastykkið í heild sinni, ásamt öðrum perlum Pink Floyd, í Hofi þann 24. apríl.

Engu verður til sparað til að gera þessa hljómleika sem glæsilegasta, enda var Pink Floyd þekkt fyrir mikla sýningar þegar þeir héldu tónleika. Meðal annars verða fjöldi aðstoðarmanna Dúndurfréttamönnum til halds og trausts á hljómleikunum.

Félagsmönnum STÚA og gestum þeirra býðst nú tilboð á þessa tónleika.

30 miðar í boði !
verð:   STÚA – félagar fá miða á 3.990 kr.
5.990 kr. fyrir aðra gesti ( verð gæti lækkað )

Athugið: Skráning er BINDANDI
til að tryggja ykkur miða…
… skráið ykkur á þáttökulista í síðasta lagi fyrir kl. 12 fimmtudaginn 14. febrúar nk.

stjórn STÚA