Fyrsti heiðursfélaginn
10.02.2008
Eins og flestum ætti að vera kunnugt lét Hallgrímur Gíslason af störfum um sl. áramót. Á stjórnarfundi STÚA 30. janúar sl. var ákveðið að velja Hallgrím heiðurfélaga og er hann þar með fyrsti heiðursfélaginn í 25 ára sögu STÚA.
Hallgrímur er vel að þessum heiðri kominn og var einhugur um að sýna honum þakklæti félagsins á þennan hátt. Hallgrímur vann á sínum tíma að undirbúningi stofnunar STÚA og sat langi í stjórn þess. Auk þess á hann stóran þátt í mörgu því sem tengist félagsstarfinu, s.s. leiðsögustörfum á ferðalögum og lagasetningum. Einnig hefur hann verið ómissandi við ýmis embættisstörf og stýrði aðalfundum félagsins hin síðari ár. STÚA þakkar Hallgrími samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur í framtíðinni.