Á Strikið í stað grills
21.07.2008
Laugardagskvöldið 19. júlí var fyrirhugað að halda örlitla „sumar-gleði“ og grillveislu fyrir félagsmenn STÚA en þegar til kom reyndist þátttaka ekki nægilega mikil til að hægt yrði að bjóða upp á það. Þess í stað var brugðið á það ráð að bjóða þeim félagsmönnum sem áhuga hefðu á að fara saman út að borða saman í hádeginu tiltekinn laugardag. Þó nokkrir tóku slaginn og mættu á Strikið í gríðarlegu góðu skapi og ekki spillti veðrið fyrir. Þetta var ánægjuleg stund og viðstaddir skemmtu sér hið besta yfir góðum mat.
Nokkrar myndir er að finna á myndasíðunni í möppunni með keiluferðinni.