Aðalfundur STÚA 2009

Aðalfundur STÚA var haldinn fimmtudaginn 26. febrúar sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir skýrslu stjórnar um starfið 2008 og reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.


Eitt framboð barst til formanns og var Óskar Ægir því kjörinn formaður og auk þess voru Lilja Björk Jósepsdóttir og Sigurður Rúnar Hauksson kosin í stjórn til næstu tveggja ára. Stjórn hefur nú skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Óskar Ægir Benediktsson, formaður
Lilja Björk Jósepsdóttir, varaformaður
Agnar Kr. Pétursson, gjaldkeri
Sigurður Rúnar Hauksson, meðstjórnandi
Petra Sigrún Jósepsdóttir, ritari

Varastjórn er þannig skipuð ( röð varamanna var samþykkt á stjórnarfundi 5. mars 2009 ):
1. Vignir Stefánsson
2. Hrefna Þorbergsdóttir
3. Garðar Helgason
4. Frosti Meldal
5. Freygerður Friðriksdóttir

Ákvörðun um árgjald:
Stjórn lagði fram tillögu um óbreytt gjald, þ.e. kr. 10.400 á ári en breytingartillaga frá aðalfundi um að árgjaldið yrði kr. 12.000 var samþykkt.

stjórn STÚA