HRÍSEY / dagsferð

Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum og gestum þeirra upp á “dagsferð” út í HRÍSEY laugardaginn 22. ágúst Vinsamlega athugið! Vegna sumarfría og þess að panta verður og bóka atburði með fyrirvara viljum við biðja fólk að skrá sig sem allra fyrst og virða skráningarfrest. Merkja líka við valmöguleika á skráningarblaði!

Farið verður með ferjunni út í eyju og þar geta þátttakendur valið um 2 möguleika: 2 klst. siglingu ( lágmark 20 manns ) eða skoðunarferð um eyjuna m.a. á dráttarvélum. Eftir þetta sameinast hóparnir aftur og ferðin endar síðan með matarboði áður farið verður með ferjunni til lands á ný.

Nánari útfærsla ræðst algjörlega af áhuga og þátttökufjölda og verður því auglýst og kynnt síðar.
Verð:
f. STÚA-félaga:           kr. 1.950,-
fyrir gesti:                     kr. 3.950,- ( fullorðnir )
fyrir 12-16 ára:            kr. 950,-
fyrir yngri en 12 ára:   kr. 500,-

( ath. reikna má með að fullt verð sé u.þ.b. kr. 4.500 – 5.000 )
Innifalið: ferjan ( fram og til baka ), sigling eða skoðunarferð,
sund eða safn, matur og rúta?
... með fyrirvara um þátttöku, veður o.a.þ.h.

vinsamlega skrifið ykkur á þátttökulista í síðasta lagi föstudaginn 14. ágúst n.k.

Stjórn STÚA