Saddir, sáttir og sælir
22.08.2009
Laugardaginn 22. ágúst héldu um 35 STÚA – félagar og gestir þeirra með langferðabifreið frá Akureyri áleiðis til Áskógsstrandar og þaðan með ferjunni yfir í Hrísey.
Ferðalangar fengu alveg einstakt veður, sól og sumaryl og nánast LOGN allan tímann. Hluti hópsins fór í siglingu umhverfis eyjuna og prófuðu jafnframt að renna fyrir fiski í leiðinni. Hinn hluti hópsins fór á meðan í skoðunarferð, m.a. dráttarvélaakstur. Síðan nutu allir veðurblíðunnar og umhverfisins um stund. Ekki amalegt þegar Eyfirski fjallahringur skartaði sínu fegursta.
Að lokun var haldið í land og endað á pítsuhlaðborði á Tommunni á Dalvík. Þaðan héldu allir saddir, sáttir og sælir heim á leið.