Aðalfundur STÚA 2010
11.02.2010
Aðalfundur STÚA fyrir árið 2009 verður haldinn í matsal BRIMS við Fiskitanga fimmtudaginn 11. febrúar nk. og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá fundarins:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar félagsins
5. Lagabreytingar ( hafi tillögur borist )
6. Kosningar:
a. Formaður
b. Aðrir stjórnarmenn og fimm til vara
c. Tveir endurskoðendur og einn til vara
7. Ákvörðun um árgjald
8. Önnur mál
9. Fundarslit
Vinsamlega athugið ! Samkvæmt lögum félagsins verða tillögur og framboð til stjórnar að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir aðalfund. Stjórn mun taka við tillögum og framboðum til kl. 15:30 þriðjudaginn 9. febrúar nk.
Veitingar, léttur matur og drykkur, í boði félagsins verða bornar fram fyrir fundinn; frá kl. 19:30
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
stjórn STÚA