Fjölsóttur aðalfundur félagsins

Aðalfundur STÚA var haldinn fimmtudaginn 11. febrúar sl. og var til þess tekið hversu vel mætt var. Langt er síðan svo fjölmennur aðalfundur hefur verið haldinn.  Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir skýrslu stjórnar um starfið 2009 og reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir án mikillar umræðu eða fyrirspurna.

Tvö framboð höfðu borist til formanns en það voru Jón Vigfús Guðjónson og Óskar Ægir Benediktsson. Var Óskar Ægir kjörinn formaður með um 68% atkvæða. Auk þess voru Hrefna Þorbergsdóttir og Agnar Kr. Pétursson kosin í stjórn til næstu tveggja ára. í stjórn sitja því en enn á eftir að skipa í embætti:

Óskar Ægir Benediktsson, formaður
Lilja Björk Jósepsdóttir,
Agnar Kr. Pétursson,
Sigurður Rúnar Hauksson,
Hrefna Þorbergsdóttir,

Varastjórn er þannig skipuð ( röð varamanna gæti átt eftir að breytast ):
1. Vignir Stefánsson
2. Frosti Meldal
3. Garðar Helgason
4. Alger Perez Capin
5. Jón Vigfús Guðjónsson

Ákvörðun um árgjald:
Stjórn lagði fram tillögu um óbreytt gjald, þ.e. kr. 12.000  fyrir árið 2010 og var sú tillaga samþykkt.

Einnig var rætt örlítið um framtíðarplön félagsins og samþykkt að setja inn nýja grein í lög félagsins um orlofshúsið. Að öðru leyti fór fundurinn hið besta fram og lítið um athugasemdir og umræður um önnur mál.

stjórn STÚA