ELVIS í 75 ár
12.03.2010
Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum og gestum þeirra að sjá sýninguna Elvis í 75 ár föstudaginn 12. mars.
Flutt eru öll vinsælustu lög Elvis Presley af frábærum listamönnum með Friðrik Ómar í fararbroddi. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að fá eðal nostalgíukast með þessum frábæru tónleikum. Einstök kvöldstund!
Hljómsveitina skipa: Þórir Baldursson píanó, Ómar Guðjónsson gítar, Róbert Þórhallsson bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur, Einar Þór Jóhannsson gítar og raddir, Pétur Örn Guðmundsson raddir, Heiða Ólafsdóttir raddir.
Sýnt í SJALLANUM föstudagskvöldið 12. mars nk. og hefst kl. 20:00
Verð:
f. STÚA-félaga: kr. 1.000,-
fyrir gesti: kr. 3.500,-
vinsamlega skrifið ykkur á þátttökulista
í síðasta lagi fyrir kl. 12:30 fimmtudaginn 4. mars n.k.
Stjórn STÚA