Samantekt frá aðalfundi 2011

Aðalfundur STÚA var haldinn fimmtudaginn 17. febrúar sl. og voru 25 félagsmenn mættir. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir skýrslu stjórnar um starfið 2010 og reikningar félagsins lagðir fram og skýrðir. Bæði skýrsla og reikningar voru samþykktir án mikillar umræðu eða fyrirspurna.

Nokkrar tillögur höfðu borist um breytingar á lögum félagsins, m.a. að fækka skyldi varamönnum úr fimm í þrjá og að kjörtímabil formanns yrði lengt úr einu ári í tvö. Allar tillögubreytingar voru samþykktar mótatkvæðislaust. Aðeins ein tilnefning hafði borist til formanns en það var Óskar Ægir Benediktsson. Hann var því sjálfkjörinn. Auk þess voru Sigurður Rúnar Hauksson og Vignir Stefánsson kosnir í stjórn til næstu tveggja ára. Fyrir voru þau Hrefna Þorbergsdóttir og Agnar Kr. Pétursson sem eru nú að hefja sitt seinna ár í stjórn.

Varastjórn er þannig skipuð:
1. Guðrún P. Valgarðsdóttir
2. Lilian Garciano Rosauro
3. Sigfríð Ingólfsdóttir

Ákvörðun um árgjald:
Umræða fór fram um árgjald félagsins og komu fram tvær tillögur. Tillaga um að árgjaldið yrði kr. 15.000 fyrir árið 2011 var samþykkt.

Undir lok fundarins var samþykkt að fela stjórn að finna heppilega utanlandsferð á árinu og skal kynna hana til ákvörðunar á félagsfundi. Ef af verður þurfa minnst 25 félagsmenn að taka þátt eigi að koma til niðurgreiðslu frá STÚA.
Einnig var lögð fram ályktun og hún samþykkt þar sem ítrekuð og afmörkuð stefna STÚA - starfsmannafélags, og ákveðnar vinnureglur sem stuðst hefur verið við í starfi félagsins skerptar.

stjórn STÚA