Dagsferð 2019
25.05.2019
Farið verður með langferðabifreið frá Akureyri að morgni 25. maí. (áætlað kl. 9:00)
Hugmyndin er að koma við á:
- Stórhóli ( sjá: www.runalist.is ) ... þar sem m.a. eru íslenskar geitur og handverk.
- Glaumbæ, Byggðasafni Skagfirðinga. þar gefst gestum einnig kostur á að kaupa sér veitingar.
- Samgöngusafninu í Stóragerði (sjá: www.storagerdi.is)
- Hólum í Hjaltadal: einn sögufrægasti staður Íslands. Hugmynd að gestum bjóðist skoðunarferðir, m.a. í Dómkirkjuna, Bjórsetrið o.þ.h. og að borðaður verði kvöldmatur áður en haldið verður til Akureyrar aftur.
Verð:
Fyrir STÚA-félaga: kr. 2.900
fyrir gesti: kr. 9.900*