Í fylgd með fullorðnum
„Leikfélagi Hörgdæla setur nýtt íslenskt verk eftir Pétur Guðjónsson: „Í fylgd með fullorðnum“. sem byggir á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar. Tilvalið fyrir samstarfsfólk og gesti þeirra að skipuleggja ferð í leikhúsið til að létta lundina þegar loksins grillir í að hægt verði aftur að heimsækja menningarviðburði án vandræða. Í fylgd með fullorðnum er lífleg sýning sem segir frá gleði og sorgum persóna sem finna má í textum Bjartmars Guðlaugssonar og skipar tónlist hans ríkan sess í sýningunni.“
Laugardaginn 26. mars nk. býðst STÚA – félögum
og gestum þeirra að fá miða á söngleikinn
„Í fylgd með fullorðnum“.
Verðið er:
- kr. 1.900 fyrir STÚA – félaga.*
- kr. 3.900 fyrir aðra * / **
*ATHUGIÐ! Ef fjöldi fer yfir 20 þá lækkar hver miði um 500 kr.
** Möguleiki á að skipta greiðslu fyrir þá sem eru með gesti.
Athugið !
- Í boði verður rútferð!
Til að tryggja sér miða þarf að skrá sig á síðunni: SKRÁNING fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 6. mars!