Jólahlaðborð

SKRÁNING

Í ljósi aðstæðna falla okkar hefðbundnu „Litlu jól“ niður þetta árið.

SAMHERJI er að skipuleggja útsendingu á Jólatónleikum 5. desember fyrir alla starfsmenn sína og af því tilefni langar okkur að fá bjóða ykkur jólamatinn heim í hús!

Í boði verður „Jólaveisla“ frá Múlabergi. Félagsmenn munu geta pantað bakka fyrir 1-4 og verður pöntunum líklega keyrt út yfir miðjan dag og seinnipart laugardags. Þá ættu allir pottþétt að vera komnir með matinn í hús kl. 18:30.

Allir réttir eru fullbúnir og kaldir, aðalréttina þyrfti aðeins að hita upp í ofni áður en borðað er (ítarlegar leiðbeiningar um upphitun fylgja, sem ætti ekki að taka lengur en 10 mínútur).

Við vekjum athygli á að „Jólaveislubakkinn“ (með heimsendingu) er hverjum STÚA-félaga að kostnaðarlausu en hægt verður að panta fyrir fleiri sem kostar þá kr. 5.990* fyrir hvern viðbótarskammt.

                                                                                                                  *(fullt verð er kr. 7.990).

Þeim sem kaupa f. fleiri en 2 gefst kostur á að skipta greiðslu í 2 hluta.

Þar sem þetta fyrirkomulag krefst skipulagningar og undirbúnings viljum við biðja ykkur að skrá ykkur sem allra fyrst.

Í síðasta lagi mánudaginn 30. nóvember., kl. 18:00.

  Jólaveislan (forréttir, aðalréttir, eftirréttir):

  -  Grafinn lax með dillsósu, Hátíðarsíld og rúgbrauð, Tvíreykt hangilæri,                                                           Villibráðarpaté, Grafin gæsabringa

  -  PURUSTEIK & KALKÚNABRINGA

       Meðlæti: Sykurbrúnaðar kartöflur, Rauðkál og grænar baunir, Steikt grænmeti, Rauðvínssósa

  -  Ris a la mande, Súkkulaðikaka, Vanillurjómi, Karamellusósa

 Í boði er að bæta við úrvals rauðvínsflösku: 1.990 kr. pr. flösku

SKRÁNING

* með fyrirvara um breytingar!