„Litlu jólin“ 2022
25.10.2022
Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að breyta örlítið til varðandi „Litlu jólin“ og í ár býðst STÚA – félögum og gestum þeirra að koma með á „Jólahlaðborð RUB23“ 26. nóvember nk.
Staðsetning: Flugsafn Íslands við Akureyrarflugvöll.
Veislustjórn & skemmtiatriði:
Vandræðaskáld
Tónlist:
Rúnar F.
Húsið opnar kl. 18:00
Matseðill er hér að neðan.
Verðið er:
kr. 2.500 fyrir STÚA – félaga*
kr. 7.980 fyrir aðra**
* sama verð og 2018
** Möguleiki á að skipta greiðslu í tvennt fyrir þá sem eru með gesti.
Munið:
Athugið að skráning fer fram dagana: 1. – 13. nóvember nk.
Skráningu lýkur kl. 20:00 sunnudaginn 13. nóvember!
SKRÁNING *
* Einnig hægt að skrá hjá Óskari á skrifstofu!
stjórn STÚA
Matseðill / ATH! með fyrirvara um endanlega úgáfu!:
Forréttir:
Grafinn lax, dillsósa og stökkt brauð
Marineruð síld og Jólasíld með rúgbrauð og smjör
Heitreykt bleikja & eplasalat
Húskarlahangilæri / piparrótardressing
Villibráðapaté með berjasósu
Grafið lamb með bláberja vinagrette
Aðalréttir:
Stökk purusteik
Norðlenskt hangikjöt
Bakaður kalkæunn
Meðlæti og sósur:
Sykurbrúnaðar kartöflur - Sætkartöflumús - Rauðkál – Grænar baunir – Kalkúnafylling - Waldorf salat – Laufabrauð – Jólasósa - Uppstúfur með kartöflum
Eftirréttir:
Ris a´la mande & karmellusósa
Frönsk súkkulaðikaka & berjacompot, karamellusósa, þeyttur rjómi
smákökur & makrónur