Starfsdagur í Lyngholti
Ákveðið var að grípa tækifærið þegar hráefnisskortur í vinnslunni á Akureyri að safna saman nokkrum félagsmönnum og drífa í þeim framkvæmdum sem fyrir lá að gera fyrir sumarið.
Allt tréverk var olíuborið, útihurðir, innan sem utan, málaðar. Gluggar grunnaðir og síðan er búið að mála hluta þeirra, en hinir verða að bíða seinni tíma. Húsið var þrifið og viðrað hátt og lágt. Settar upp nýjar gardínur, sem Sigrún Sigurðardóttir saumaði.
Einnig er búið að fjárfesta í nýjum, stærri og betri ísskáp, DVD spilara og örbylgjuofni. Þetta er allt komið austur í hús.
Verið er að vinna í að afla upplýsinga og tilboða í nýjan heita pott sem BRIM gaf STÚA í tilefni 25 ára afmælis þess.
Að loknu góðu dagsverki fór hópurinn saman á Greifann til að borða saman og átti það svo sannarlega skilið.